The risks of a sedentary lifestyle

Höf: Geirþrúður  Alfreðsdóttir.

AllraMeinaBot_175-100x150Þegar við erum á ferð og flugi hættir okkur til að sitja of lengi. Vert er að minna á að mjög mikilvægt er fyrir heilsuna að forðast kyrrsetur og að standa reglulega upp eða í það minnsta teygja úr fótunum í sætinu til að bæta líkamsstarfsemina. Þetta kemur fram í bókinni
Allra meina bót eftir Anders Hansen lækni og Carl Johan Sundberg prófessor.  Bókin var þýdd af dr. Hólmfríði K. Gunnarsdóttur og gefin út af Vöku-Helgafelli í byrjun árs 2016. Eftirfarandi pistill er unninn upp úr bókinni.

 

KYRRSETAN DREPUR                                                                                                  

Rannsóknir hafa sýnt að mjög mikilvægt er að forðast langar setur. Þeir sem sitja stóran hluta sólarhringsins eru í meiri hættu en aðrir að fá hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og að deyja um aldur fram. Þetta er óháð því hvort fólk stundar líkamsrækt eða ekki.

Í gríðarlega stórri rannsókn, þar sem fylgst var með 220.000 manns í mörg ár, sást að þeir sem hreyfa sig ekki stóran hluta sólarhringsins eiga ekki einungis á hættu á að verða veikir heldur einnig að deyja um aldur fram.  Flestir þátttakendur í rannsókninni töldu sig stálhrausta og 87% töldi heilsu sína góða eða mjög góða.  Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem sátu stærstan hluta sólarhringsins voru feigari en aðrir. Einnig kom í ljós að því lengri sem kyrrsetan var, þeim mun meiri líkur voru á að þeir dæju um aldur fram samanborðið við hina sem sátu skemur en fjórar klukkustundir. Lélegri fæða eða reykingar skýrðu ekki muninn á þessum hópum.  Það virðist  mikið að sitja ellefu klukkustundir á dag en ef lagður er saman allur sá tími sem að við sitjum daglega safnast þegar saman kemur. Ef við t.d. leggjum saman setu í vinnunni, í bílnum, í rútunni/strætó, við sjónvarpið og við tölvuna heima er þetta fljótt að koma.

 

SÓFINN HÆTTULEGUR

Þekkt er að kyrrsetur auka líkur á offitu, sykursýki og fleiri sjúkdómum. Það er einnig þekkt að há blóðfitugildi auka m.a. líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og heilblóðfalli. En hvernig hefur hreyfing jákvæð áhrif á heilsuna ?

MadurAFlugvelli_kyrrseta_DreamstimeÞegar fólk hreyfir sig verður fljótt virkur lífhvati sem nefnist lípóprótín lípasi sem sogar til sín fitu, en í hvíld er þessi lífhvati óvirkur. Rannsóknir hafa enn ekki leitt í ljós hversu mikið þarf til að hreyfa sig til að þessi lífhvati sé alltaf meira eða minna virkur. Virkir vöðvar gefa enn fremur frá sér efni sem kallast mýókín sem eru eins konar boðberar frá vöðvunum til líkamans og virðast þeir geta haft áhrif á blóðsykur, blóðfitu og samsetningu líkamsfitunnar. Ef fólk heldur kyrru fyrir gefa vöðvarfrumurnar engin  mýókín frá sér.

 

ÞAÐ ER NÓG AÐ TEYGJA AÐEINS ÚR FÓTUNUM

Við aðstæður þar sem erfitt er að standa standa upp og rölta um t.d. eins og á skrifstofu eða í flugvél nægir að standa upp og teygja úr fótunum í u.þ.b. mínútu. Þá gefa vöðvarnir frá sér mýókín og  „fitusugan” lípóprótín lípasifer í gang. Jafnvel þó að aðeins sé hægt að teygja úr fótunum öðru hvoru í stutta stund virðist sem að mestu hættunni vegna kyrrsetunnar sé bægt frá.  Að auki hefur það góð áhrif á blóðsykurinn og blóðfiturnar að teygja úr fótunum.

Auðvelt er að lauma inn smá hreyfingu inn í daglegt líf án þess að hafa mikið fyrir því, t.d. með því að nota stigann í staðinn fyrir rúllustiga eða lyftu, a.m.k. ef aðeins er um að ræða nokkrar hæðir. Einnig er t.d. hægt að funda í gönguferð í stað þess að sitja á fundinum, það hafa t.d. bæði Barack Obama og Steve Jobs nýtt sér. Svo má standa upp og vinna standandi við tölvuna í smá stund á hverjum degi til að minnka áhrif kyrrsetunnar.

Að standa upp – eins einfalt og það hljómar – getur í raun haft mikil áhrif á heilsuna.

 

KYRRSETUSJÚKDÓMAR

Helstu kyrrsetusjúkdómar sem eru þekktir eru: offita, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar, þunglyndi, minnisglöp, brjóstakrabbamein og ristilkrabbamein. Ef fólk situr mestan hluta dagsins aukast líkurnar á öllum þessum sjúkdómum þó að það hreyfi sig þar fyrir utan.  Því getur það að forðast kyrrsetur verið eins mikilvægt og að hreyfa sig.  Ef fólk, sem er ekki í góðri þjálfun, sameinar þetta tvennt, gengur í hálftíma og forðast langar kyrrsetur þá skilar það sér í betri heilsu.

GodRad_i_KyrrsetuSjá einnig góð lífstílsráð í  grein Ragnheiðar Alfreðsdóttur hjúkrunarfræðings; „Að horfast í augu við sjálfan sig” hér á vefnum fittofly.com

 

 

Geirþrúður Alfreðsdóttir er flugstjóri, íþróttakennari og ritstjóri vefsins Fit To Fly.  Greinin unnin úr bókinni „Allra meina bót” eftir Anders Hansen og Carl Johan Sundberg.