Höf: Magnús Sigurðsson.
Þegar farið er í ferðalag er mikilvægt að taka með einhverskonar ferðasjúkrakassa eða ferðaapótek. Það sem fer í sjúkrakassann þarf að taka mið af því hvert er verið að ferðast, hversu lengi og þarfir hvers einstaklings.
Það fyrsta sem þarf að gæta að er að geyma nauðsynleg lyf sem notuð eru daglega í handfarangri, EKKI setja þau ofan í ferðastöskuna. Taskan gæti óvart tapast og þá getur verið erfitt að fá lyf í tæka tíð. Það verður þó að gæta þess að vera ekki með mikið magn vökva, ef lyf eru í vökvaformi.
Tillaga að ferðasjúkrakassa
- Plástur
- Hælsærisplástur
- Sáraumbúðir
- Sótthreinsandi þurrkur á sár
- Skæri og flísatöng
- Verkjatöflur
- Hálstöflur
- Ferðaveikitöflur
- Stoppandi töflur við niðurgangi
- Ofnæmistöflur við hvers kyns ofnæmi
- Nefdropar fyrir flugið
- Augndropar
- Salt og glúkósa við vökvatapi
- Sýrubindandi lyf við brjóstsviða
- Vörn gegn flugnabiti
- Áburð á skordýrabit, „afterbite” eða annann áburð.
Ef ferðinni er heitið til landa þar sem hætta er á malaríu þarf einnig að hafa með sér. Malaríulyf eru lyfsseðilsskyld og er því best að snúa sér til læknis, sjá ennfremur upplýsingar um bólusetningar hér á vefnum.
Magnús Sigurðsson er lyfjafræðingur og rekur Apótek Garðabæjar og Apótek Hafnarfjarðar