Cosmic rays hitting Earth. Credit: NSF/J. Yang

Geislun

Eftir:  Geirþrúði Alfreðsdóttur flugstjóra

GEISLUN

Hvað og hvar er geislun, hver eru áhrif geislunar á líkamann , hvað verðum við fyrir mikilli geislun og hvað getum við gert til þess að draga úr henni. Þessum spurningum verður reynt að svara hér fyrir neðan

Hvað og hvar er geislun ?

Cosmic rays hitting Earth. Credit: NSF/J. Yang
Credit: NSF/J. Yang

Geislun er hægt að lýsa sem orku og er hún mæld í einingunni „Sívert”, oftast notað mSv (milli Sívert= 0,001 Sívert). Geislun í flugi getur verið að mörgum ástæðum, t.d. frá mælitækjum, geislavirkri frakt og svo geimgeislun. Hér verður það síðastnefnda eingöngu skoðað.

Jörðin verður stöðugt fyrir geimgeislun, annars vegar frá stjörnuhvolfinu og hinsvegar frá sólinni.

Stjörnuhvolfsgeislun samanstendur af hlöðnum ögnum, aðalega prótónum og alpha ögnum en einnig electrónum og gamma geislum. Við árekstur prótónanna við köfnunarefnisagnir og súrefnisagnir í gufuhvolfinu myndast aðrar hlaðnar agnir s.s. neutrónur, prótónur o.fl.

Sólargeislun samanstendur aðallega af prótónum og öðrum hlöðnum ögnum og gamma geislum. Útstreymismagn þessara agna frá sólinni er breytilegt en í beinu samhengi við virkni sólarinnar.

Magn geimgeislunar er aðalega háð þremur atriðum:

1. Sólgosum.   Sólgos eiga sér sér stað með jöfnu millibili og eru háð virkni sólarinnar sem fylgir 11 ára sveiflum, Mesta geislun frá sólgosum er við segulpólana sem valda því að geislavirkar agnir úr geimnum snúast eða „spiralast” að pólsvæðunum.

2. Flughæð.     Geislun eykst með aukinni flughæð vegna þess lofthjúpurinn sem verndar okkur fyrir geislun þynnist með aukinni hæð. Að meðaltali tvöfaldast geislun við hverja 6500 feta hækkun á flughæð.

3. Fjarlægð frá segulpólnum.    Við 70°N er u.þ.b. fjórfalt meira í öllum hæðum en við 25°N.

 

Hver eru áhrif geislunar á líkamann?

Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á flugmönnum til að rannsaka hvort að geislun geti valdið skaða. En hverjar eru helsu hætturnar?

  1. Hætta á fæðingargalla vegna verðandi foreldra fyrir getnað:Það er lítil hætta sem tengist geislun á egg eða sæði hjá foreldrum fyrir getnað. Líkurnar á þessu eru taldar mjög litlar eða 1,5 á móti milljón fyrir hvert 1Msv af geislun.
  2. Hætta á fósturskaða vegna geislunar á meðgöngu.Erfitt er að meta hættuna fyrir fóstur í móðurkviði því að hún fer eftir því á hvaða þroskaskeiði fóstrið er. Hámarksgeislun fyrir þungaðar konur er töluvert minni en leyfirleg geislun fyrir fyrir flugáhafnir, sjá síðar.
  3. Hætta á aukinni tíðni lífhættulegs krabbameins.Margar rannsóknar hafa sýnt fram á aukna tíðni krabbameins við aukna geislun. Talið er að 5mSv geislun auki hættuna á krabbameini sem nemur 0,02%. Þar af leiðir að ef einstaklingur fær 5.mSv af geislun árlega í 40 ár þá verður hættan 40 sinnum meiri eða 0,8% meiri líkur.
  4. Hætta á aukinni tíðni á ský á auga. Íslensk rannsókn hefur sýnt fram á að um þrefalt meiri líkur eru á að flugmenn fái ský á auga en aðrir

Hvað verða flugáhafnir fyrir mikilli geislun ?

Hámarksgeislun fyrir flugáhafnir eru 6 mSv á ári*, en hinsvegar er hámarksgeislun fyrir venjulegan einstakling aðeins 1 mSv ári og því er hámarksgeislamagn fyrir þungaðar konur aðeins 1. mSV, sem miðast við hinn ófædda einstakling.

Árlega gefa Geislavarnir Ríkisins (GR) út skýrslu um niðurstöður um geislaálag starfsmanna sem vinna við jónandi geislun og þar með talið flugáhafnir (Icelandair). Ekki eru framkvæmdar beinar mælingar á einstaklingum heldur stuðst við reiknilíkan og hugbúnað sem áætlar geislaálagið út frá flugleiðum, flughæð, flugtíma og fleiri þáttum. Flugáhafnir eru fjölmennasta starfsstéttin sem verður fyrir geislun við störf sín á Íslandi og er meðalgeislaálag á flugáhafnir venjulega rúmlega 2 mSv.

Flugáhafnir eru þær starfsstéttir á Íslandi sem mælast með einna hæsta meðalgeislaálag en aðrar starfsstéttir. Aðrar starfsstéttir sem vinna við jónandi geislun mælast fá töluvert minni geislun. Frekari upplýsingar um þessa skýrslu er að finna á vef Geislavarna Ríkisins http//www.gr.is

Flugáhafnir Icelandair geta fylgst með geislamagni hver fyrir sig í gegnum :

My Work/Mínar síður, þar neðst eru Flugfélagsvefir og Globalog. Athuga þarf að 1000 microSv eru 1 mSv.

Aðrir flugrekendur bjóða líklega upp á svipaðar upplýsingar.

Hvað er hægt að gera til þess að draga úr geislun?

Það helsta sem hægt er að gera til þess að draga úr geislum er að fljúga í lægri hæðum þar sem hættan er mest eins og við segulpólana og við sólgos. Geislaspár eru gefnar út af nokkrum aðilum sem nota upplýsingar frá gervitunglum og/eða upplýsingar frá stöðvum á jörðu niðri. Þessar geislaspár eru gefnar út daglega, en ennþá hafa fáir flugrekendur nýtt sér þessar upplýsingar og komið þeim áfram til flugmanna sem gætu nýtt þær til að draga úr geislun á flugleið.