Flugáhafnir eru líklegri til að fá sortuæxli en fólk almennt

Höf: Geirþrúður Alfreðsdóttir

Melanoma_(2)_1024pxSamkvæmt nýjum rannsóknarniðurstöðum sem JAMA Dermatol birti þ. 3.september 2014 þá er meira en tvöfalt meiri hætta á að flugáhafnir fái sortuæxli en fólk almennt vegnar mikillar geislunar í miklum flughæðum.

Samkvæmt rannsókninni þá eru flugmenn 2,2 sinnum líklegri til að fá sortuæxli í húð, en fólk almennt og þjónustuliðar (flugfreyjur/flugþjónar) 2,08 sinnum líklegri til að fá samskonar æxli en fólk almennt. Að auki þá eru flugmenn 83% líklegri og þjónustuliðar 73% líklegri til þess að deyja vegna sortuæxlis heldur en fólk almennt.

Vísindamenn frá háskólum í Kaliforniu, Ítalíu og matar- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) skoðuðu 19 útgefnar rannsóknarskýrslur til þess að rannsaka starfstengda hættu á sortuæxli fyrir flugáhafnir. Skoðuð voru gögn frá 266.431 þáttakendum og kom þá í ljós hversu mikil starfstengda áhættan er.

Aukin geislun með aukinni flughæð

Rannsóknir benda til að flugáhafnir séu í meiri hættu á að fá sörtuæxli vegna flugs í mikilli flughæð (40 þúsund ft.) þar sem flugáhafnir verða fyrir útfjólublárri- og jónandi geimgeislun (UV and cosmic radiation).

Magn jónandi geimgeislunar sem flugáhafnir verða fyrir er nokkuð þekkt og er fylgst með áætluðu magni af geislun sem hver áhafnarmeðlimur verður fyrir. Geimgeislun eykst með flughæð og nálægð við segulpólana og er talið að geislunin u.þ.b. tvöfaldist við hver sex þúsund fet.

Magn útfjólublárrar (UV) geislunar er hinsvegar ekki þekkt né hættan af þessum geislunum.

Höfundar skýrslunnar telja að það sé ekki endilega geimgeislun og jafnvel ekki UVB* geislun sem setur flugmenn í meiri hættu um að fá sortuæxli. Aðeins u.þ.b. 1% af UVB geislum komast í gegnum glugga af flugvélar og svo er árlegt geimgeislunarmagn flugmanna er ávallt undir árlegum leyfilegum mörkum*.

Meðalgeislun hjá almenningi á Íslandi er skv. upplýsingum frá Geislavörnum ríkisins 1,2 mSv/ári (3,6 mSV/ári í USA) en hjá flugáhöfnum er meðalgeislunin u.þ.b. 2 mSv/ári. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA-Environmental Protection Agency) telur að UVB geislun séu venjulega mjög lág og skipti ekki máli.

Vísindamennirnir fullyrða hins vegar UVA** geislun getið farið í gegnum glugga flugvéla og skaði flugmenn og þá sem fyrir geisluninni. UVA geislunin er hættulegri eftir því sem er flogið hærra og styrkur geislanna meiri. Sterk UVA geislun getur skaðað DNA í líkamanum og valdið stökkbreytingum í húðfrumunum. Að auki þá tvöfaldast oft magn UVA geislunar vegna þess að geislunin getur oft endurkastast neðan frá ef flugvélin flýgur fyrir ofan ský eða yfir snævi þakin fjöll.

Ekki er hægt að útiloka að lífstíll flugáhafna hafi áhrif á aukinn fjölda tilfella af sortuæxli í þeirra hópi, en fylgni á milli aukins flugtímafjölda og aukins fjölda sortuæxla tilfella styður kenninguna um að starfstengda áhættu.

* ( 6mSv/ári fyrir flugáhafnir)

**(UVA = 280-320 nm, UVB = 320-380nm)

Heimildir:

http://archderm.jamanetwork.com/article.aspx?articleid=1899248

http://www.gr.is/fraedslan/geimgeislun-a-flugahafnir-i-millilandaflugi/

Geirþrúður Alfreðsdóttir er flugstjóri