Í flugvél

Umhverfið um borð í flugvél er á margan hátt ólíkt því sem fólk á að venjast.

Þar er loftið þynnra og er svipað og í u.þ.b. 2000m hæð. Rakastig verður mjög lágt sérstaklega á löngum flugum og því mikilvægt að drekka vel af vatni.  Í sérstökum tilfellum getur einnig verið mikil geislun.

Hávaði er oft meiri en fólk á venjast og því gott t.d. að nota eyrnartappa sem geta dregið úr þreytu og komið í veg fyrirheyrnarskemmdir.