Mynd af vísindavef HÍ

Ský á auga

Geimgeislun getur verið meðverkandi þáttur í myndun skýs á augasteinum atvinnuflugmanna

GEISLUN GETUR HAFT ÁHRIF Á HEILBRIGÐI

Flugmenn og allir þeir sem eru um borð í loftfari, eru útsettir fyrir jónandi geislun meðan á flugi stendur, geislun sem vex eftir því sem hærra er flogið eins og nafn geislunar ber með sér en hún er einnig kölluð geimgeislun. Ekki er nákvæmlega þekkt hver tengsl þessarar geislunar og krabbameina er, en rannsóknum á bandarískum og evrópskum flugmönnum ber saman um aukið nýgengi sortuæxla og þar með aukna dánartíðni vegna þeirra, meðal flugmannanna. Þess ber að geta að í þessum rannsóknum var ekki leiðrétt fyrir mismunandi áhrifum lifnaðarhátta þátttakenda svo sem sólbaða, þar sem samband sortuæxla og jónandi geislunar hefur einungis nýlega verið staðfest.

Aukin tíðni litningabreytinga í hvítu blóðkornunum hefur einnig greinst meðal atvinnuflugmanna, þá sérstaklega þeim sem flugu Concord þotum og gemförum. Þessar litningabreytingar eru taldar vera af völdum jónandi geilsunar og að þær tengst aukinni hættu á að illkynja vöxtur geti tekið sig upp, síðar á lífsleiðinni.

RANNSÓKN Á SKÝ Á AUGA Á FLUGMÖNNUM

Árið 2005 var framkvæmd rannsókn á hópi íslenskra flugmanna til þess að athuga hvort að ský á augasteini væri starfstengt og þá hvernig, undir stjórn Vilhjálms Rafnssonar prófessors*. Rannsóknin náði til 79 flugmanna sem allir voru eldri en 50 ára og höfðu áður tekið þátt í rannsókn er kannaði samband geislunar og tíðni illkynja sjúkdóma meðal flugmannanna. Til samanburðar var hópur 445 Reykvískra karlmanna á svipuðum aldri. Þátttakendur undirgengust nákvæma augnskoðun til að ákvarða af hvaða gerð ský á augasteini þeir hefðu, en algengast er að skýið sé í berki eða í kjarna augasteins. Einungis var tekið tillit til þeirra er höfðu ský í kjarna augasteins, en orsakir þess eru taldar vera jónandi geislun, sérstaklega. Þátttakendur svöruðu spurningum varðandi lífstíl, reykingar, fyrri sjúkdóma, lyfjatöku og sólbaðsvenjur ásamt því að ákvarðað uppsafnaða geislun sem hver flugmaður hafði orðið fyrir á starfsævinni, með því að taka tillit til eftirfarandi atriða:

  •  hversu lengi og hvenær viðkomandi hafði starfað sem flugmaður
  •  flugtímafjölda á ári á hverri flugvélategund fyrir sig
  •  flugáætlun (áætlanir Icelandair (LL og FÍ) 1.jan 1958 – 31.des 1996)
  •  flugferlar (flight profiles)

Uppsöfnuð geislun hvers einstaklings í millisievertum (mSv) var síðan reiknuð með tölvuhugbúnaði, bæði uppsöfnuð geislun til 40 ára aldurs og 50 ár aldurs hvers þáttakanda og sleppt þeirri geislun sem til kom eftir það.

NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNARINNAR

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að atvinnu flugmenn voru u.þ.b 3 svar sinnum líklegri til þess að fá ský á auga, ský í kjarna augasteins en þeir sem ekki höfðu verið flugmenn, þá tekið var tillit til aldurs, reykinga og sólbaða. Að auki sýndi rannsóknin að skemmandi áhrif jónandi geislunar hefjast strax og viðkomandi verður útsettur fyrir hinni jónandi geislun þ.e. snemma á starfsævinni (aldur við upphaf starfs), en einnig að hin skemmandi áhrif séu tilkomin vegan uppsöfnunar á hinni jónandi geislun og hafa því með starfsaldur að gera, en þannig var engin munur á tíðni skýs í kjarna augasteins meðal 40 ára flugmanna samanborið við 50 ára flugmenn. Lítill munur er á tíðni skýs í kjarna augasteins flugmanna, samanborið við viðmiðunarhópinn, en þá tekið hefur verið tillit til aðabreytunnar (aldurs) kemur í ljós að flugmenn fá ský í kjarna augasteins á yngri aldri, samanborið við þá sem ekki eru flugmenn. Þessar rannsóknir eru í samræmi við niðurstöður bandarískra ransókna á flugmönnum og geimförum er sýndu tengsl jónandi geislunar og skýs í kjarna augasteins.

Öryggisreglur í almenningsflugi krefjast þess að atvinnuflugmenn séu með góða sjón og heyrn og almennt við góða heilsu. Þeir þurfa að fara reglulega í læknisskoðun, en samkvæmt könnun, þá fóru starfandi flugmenn í læknisskoðun 2 svar á ári þar sem sjón þeirra var mæld. Umrædd rannsókn á ský á auga, var viðbót við þá augnskoðun. Verklag við val á flugmönnum til starfa hjá Flugleiðum/Icelandair og áframhaldandi eftirlit með heilsu þeirra bendir til að þeir séu heilbrigðari en karlkyns íbúar almennt og því væri frekar að vænta að tíðni skýs á augasteini væri lág hjá flugmönnum. Eins og lágt hlutfall skýs í berki augasteins ber með sér, en ástæður þess eru margvíslegar þó geislar sólar (UV radiation) hafi þar sérstaklega verið nefndar ásamt reykingum. Þess ber að geta að flugmenn verða ekki fyrir mikilli sólargeisun (UV radiation) í flugvélum skv. mælingum sem gerðar hafa verið í flugstjórnarklefum.

Þessi rannsókn á skýi á augasteini er, svo vitað er, sú fyrsta sem gerð er á atvinnuflugmönnum og benda niðurstöður hennar til að jónandi- (geim) geislun geti framkallað ský í kjarna augasteins hjá atvinnuflugmönnum.

 HVAÐ ER SKÝ Á AUGASTEINI?

sky_a_auga_Visindavefurinn

Ský á augasteini eru sjúklegar breytingar í augasteininum sem verður smá saman ógagnsær. Oftast koma þessar breytingar á augasteininum eftir miðjan aldur og líða oft mörg ár þar til þær komast á svo alvarlegt stig að það trufli sjónina eða byrgi sýn. Þegar svo er komið geta augnlæknar tekið ógagnsæja steininn úr og sett gervistein í staðin. Myndin sýnir hvernig sjónin breytist ef einstaklingur hefur ský á augasteini. (mynd frá Vísindavefnum)

GETA FLUGMENN VARIST HÆTTUNNI Á SKÝMYNDUN Á AUGASTEINI?

Vitað er að orsakir skýmyndunar á augasteini eru margþættar. Því er forvörn í að reykja ekki, hlífa augum fyrir sólargeislun með sólgleraugum, viðhafa almennt heilbrigða lífshætti til dæmis halda kjörþyngd.

*Cosmic Radiation Increases the Risk of Nuclear Cataract in Airline Pilots. 
Vilhjálmur Rafnsson, MD, PhD; Eydís Ólafsdóttir, MD; Jón Hrafnkelsson, MD; Hiroshi Sasaki, MD; Ársæll Árnason, MSc; Friðbert Jónsson, MD, PhD. Archives of Ophthalmologica. 2005;123:1102-1105.

Þýtt og endursagt: Vilhjálmur Rafnsson MD PhD, Hannes Petersen trúnaðarlæknir FÍA, Geirþrúður Alfreðsdóttir flugstjóri.