Helstu lög og reglugerðir

Helstu lög og reglugerðir um heilsu- vinnuvernd og öryggi flugáhafna sem gilda á Íslandi.

Á Íslandi eru í gildi lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Það sem er þó sérstakt við þessi lög er að gildissvið þeirra nær til vinnu við loftför á jörðu niðri, nema um störf áhafnar sé að ræða, sbr. 3.gr.

Nokkur lög og reglugerðir gilda um heilsu-, vinnuvernd og öryggi flugáhafna. Hér er bent á  nokkrar þeirra er snúa að vinnuvernd flugáhafna:

Althingi

1. Lög um loftferðir nr.60/1998 . Sjá sérstaklega VI kafla sem fjallar um vinnuumhverfi flugáhafna.

2. Reglugerð um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi flugverja nr. 680/1999. Þessi reglugerð fjallar um vinnuvernd og öryggi flugverja.

3. Reglugerð nr. 678/2004   um breytingu á reglugerð nr, 680/1999 um ráðstafanir til að stuðla að bættu öryggi og heilsu flugverja.

Helstu breytingar frá fyrri reglugerð (680/1999) eru að:

  • settar kröfur um heilbrigðisskoðun flugverja
  • flugverjar skuli njóta öryggis og heilsuverndar í samræmi við starf sitt og tryggja ber

    að litið sé eftir heilsu þeirra í samræmi við áhættuna sem starfið felur í sér.

  • bætt inn ákvæði um að vinnuveitandi sem hyggst skipuleggja vinnu eftir ákveðnu vinnumynstri, taki tillit til þeirrar almennu meginreglu að aðlaga vinnuna að starfsmanninum.

4. Reglugerð um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja nr.1043/2008 og þar með talið viðauki I, viðauki II og viðauki III.

5. Breytingar á reglugerð nr. 1043/2008.

6. Reglugerð um flutningaflug.193/2006.