Höf: Geirþrúður Alfreðsdóttir.
Það getur verið mjög gott á lengri flugum að gera léttar æfingar til þess að örva blóðrásina og þannig minnka líkur á bólgum og bjúgmyndun, sem stundum vilja myndast við slíkar aðstæður. Sniðugt er að ganga um farþegarýmið, sérstaklega þegar fleiri en einn gangur er í flugvèlinni. Þegar aðeins er einn gangur er í flugvélinni þá getur verið ómögulegt að ganga um farþegrýmið, sérstaklega þegar framreiðsla matar og drykkjar, eða sala á varningi fer fram. Er þá betra að bíða þar til þjónustunni er lokið eða það er líka upplagt að gera nokkrar laufléttar æfingar í sætinu.
ÆFINGAR SEM HÆGT ER AÐ GERA Í SÆTI:
Þessar æfingar má auðveldlega gera sitjandi í sætinu án þess að trufla samferðarfarþega.
Endurtakið æfingarnar á u.þ.b. 30-60 mínútna fresti.
Æfing 1.
Byrjið er með báðar fætur í gólfi og þungann jafnt á báðum fótum.
Lyftið tánum upp á meðan hælar eru í gólfi, síðan eru tærnar settar niður en hælunum er lyft upp og tærnar snerta gólfið.
Endurtakið 5- 10 sinnum.
Æfing 2.
Lyftið vinstir fætinum örlítið frá gólfi, snúið ökklanum með því að gera hringhreyfingu með tánum fyrst til hægri og síðan til vinstri. Endurtakið 5-10 sinnum í hvora átt og skiptið síðan um fót. Einnig er hægt er að gera æfinguna með báðum fótunum í einu.
Æfing 3.
Lyftið öðru hnénu upp og haldið í u.þ.b 10 sek. setja svo fótinn niður. Endur takið 5-10 sinnum á hvorn fót.
Æfing 4
Lyftið öxlunum upp og síðan snúa öxlun í hringi. Fyrst fram 10 sinnum og skipta svo um hring og endurtaka 5-10 sinnum.
Æfing 5
Sitjið bein í baki, horfið beint fram og hallahöfðinu til vinstri og halda í 5 sekúndur, lyfta svo höfðinu upp til baka og síðan halla því til hægri og stoppa í 5 sekúndur og upp aftur.
Endurtakið 5-10 sinnum.
Æfing 6
Sitjið bein í baki og horfið beint fram. Hallið höfðinu fram, spennið greipar á hnakkann og setjið hökuna næst bringunni.
Gætið þess að bakið sé beint um leið og þið lítið til hægri og stoppið í 5 sek. og lítið síðan til vinstri og stoppið í 5 sek.
Endurtakið 5-10 sinnum án þess að lyfta höfðinu upp á milli.
Geirþrúður Alfreðsdóttir er flugstjóri, verkfræðingur og íþróttakennari.