Um Fit to Fly

Fit to Fly er fræðsluvefur fyrir flugáhafnir og flugfarþega. Markmiðið er að gefa góð ráð til að fólk geti flogið í flugformi eða „FLY FIT“. Hvað hægt er að gera til að njóta geirthrudur_alfredsd_aflugferðarinnar sem best, láta sér líða vel um borð í flugvél og vera í „flugformi” eða vera „Fit to Fly”.

Vefurinn er í umsjá Geirþrúðar Alfreðsdóttur flugstjóra, íþróttakennara, MBA, en greinahöfundar eru mjög margir sem eru sérfræðingar,  hver á sínu sviði.  Mikil áhersla er lögð á fagmennsku.

Geirþrúður lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennarskóla Íslands árið 1982. Nokkru síðar hóf hún nám í verkfræði  við Háskóla Íslands og lauk þaðan verkfræðiprófi í janúar árið 1989. Á sama tíma eða árið 1987 lauk hún atvinnuflugmannspróf og hóf störf sem flugmaður hjá Flugleiðum (síðar Icelandair) vorið 1989 og hefur starfað með nokkrum hléum sem flugmaður og flugstjóri hjá Icelandair síðan.

Á meðan Geirþrúður var við nám og fyrstu árin eftir námslok kenndi hún líkamsrækt hjá nokkrum líkamsræktarstöðvum á Reykjavíkursvæðinu og hefur ávallt haft mikinn áhuga á almennri heilsurækt. Hún hafði frumkvæði  af stofnun Heilsu- og vinnuverndarnefndar FÍA – félags íslenskra atvinnuflugmanna árið 2010 og var formaður nefndarinnar þar til hún varð hluti af Öryggisnefnd FÍA (ÖFÍA) í febrúar 2015. Nefndin stóð m.a. fyrir ráðstefnunni Fit to Fly, sem haldin var í Reykjavík í nóvember 2012.

Árið 2005 lauk Geirþrúður MBA frá Háskólanum í Reykjavík og meistaranámi í flugrekstrarfræðum frá City University í London í nóvember 2013.

Auk þess að starfa sem flugstjóri á B757/767 hefur Geirþrúður frá því í júní 2013 verið formaður/varaformaður rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA).

 

Greinahöfundar Fit to Fly

Atli Einarsson M.D, AME, fluglæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum og starfar hjá Vinnuvernd ehf.

Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar.

Ásta Kristín Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og flugfreyja.

Axel Sigurðsson, hjartalæknir.MD, Phd, FACC.

Birna Markús, yfirþjálfari Kine Academy og meistarnemi í Íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann í Reykjavík.

Dagný Zoega, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.

Einar Jón Einarsson, doktor í heyrnarfræðum, aðjúnkt við Háskóla Íslands og eigandi Scandinavian hearing.

Einar Júlíusson, flugstjóri og lögreglumaður.

Eiríkur Örn Arnarson, Ph.D, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í klínískri sálfræði á Landspítala Íslands.

Elísa Viðarsdóttir, BS í næringafræði MSc í matvælafræði og meistaranemi í næringafræði.

Erla Björnsdóttir, Dr. í  sálfræði.

Erlingur Jóhannsson,  Prófessor við Háskóla Íslands, Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræði, Menntavísindasviði.

Geirþrúður Alfreðsdóttir, íþróttakennari, verkfræðingur og flugstjóri. Stofnandi og ritstjóri „Fit To Fly”.

Guðmundur Daníelsson, æðaskurðlæknir og rekur Reykvíska bláæðasetrið RVC.

Hannes Petersen, sérfræðingur í háls-nef og eyrnalækningum, dósent við Háskóla Íslands og trúnaðarlæknir FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna.

Helga María Guðmundsdóttir,  B.Sc. í hjúkrunarfræði, M.A. í fjölmiðlafræði og er í diplómanámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Helgi H. Sigurðsson, MD, FRCSED(Gen), EBS-Vasc, skurðlæknir, æðaskurðlæknir, Domus Medica, Reykjavík.

Magnús Sigurðsson, lyfjafræðingur og rekur bæði Apótek Hafnarfjarðar og Apótek Garðabæjar.

Margrét Leifsdóttir, heilsumarkþjálfi IIN og arkitekt. Ritstjóri vefsíðunnar Margrét Leifs.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Klínískur Sálfræðingur og íþróttafræðingur.

Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólakennari, diploma í skólastjórnun, M.Ed. í uppeldis- og kennslufræaðum og MBA.  Hún er höfundur Hjallastefnunnar sem er hugmyndafræði fyrir bæði leik- og grunnskóla svo og menntafyrirtæki sem rekur fjölda leik- og grunnskóla á Íslandi.

Oddrún Helga Símonardóttir, heilsumarkþjálfi IIN og ristjóri vefsíðunnar Heilsumamman.

Ragnheiður Alfreðsdóttir, hjúkurnarfræðingur, M.Sc.

Ragnheiður Ásta Guðnadóttir, matvæla- og næringarfræðingur, MSc.

Vilhjálmur Rafnsson,læknir og prófessor við Háskóla íslands.