
Höf: Kristín Sigurðardóttir
Hreyfing er svo mikill grundvallarþáttur í lífi manneskjunnar sem er einfaldlega hönnuð til að hreyfa sig. Tengsl eru grundvöllur tilverunnar, vellíðan og heilsu, þ.e.a.s. tengsl við sjálfan sig, aðra og við umhverfið og náttúruna. Ef þessi tengsl eru rofin á einhvern hátt þá er það óheilnæmt. Það er svo fallegt varðandi hreyfinguna að hún hjálpar með alla þessa þætti.
1. Heilinn þarf hreyfingu
Það er ekki einungis líkami manneskjunnar sem er hannaður fyrir hreyfingu heldur einnig heilinn.
Við hreyfingu myndast ýmis efni sem hafa jákvæð áhrif á heilastarfsemina og m.a. fjölgar taugatengingum í heila sem eflir taugateygjanleika (neuroplasticity). Einfaldlega mætti segja að heilaheilsa eflist, heilinn starfar betur og jafnvel er talað um að það hægir á öldrun.
2. Notaðu getuna eða tapaðu henni
Vöðvar og bein eru ekki bara til að hreyfa okkur á milli staða heldur taka einnig þátt í mikilvægum efnaskiptum. Hreyfing hjálpar líkamanum varðandi heilnæmari efnaskipti, bætir blóðsykurstjórnun og meltingu, eflir hjartað og lungun og styrkir vöðva og bein.
Hreyfing er mikilvægur þáttur í efnaskiptunum og heilsunni almennt. Það þarf ekki endilega stóra og mikla vöðva. og sStundum er sá misskilingur ð að það eigi að hreyfa sig fyrst og fremst til að verða grennri eða líta betur út. Hreyfing er svo miklu meira en það, er hreinlega partur af því að vera til og eins og sagt er á ensku, „ if you don´t use it, you loose it“. Ef fólk hreyfir sig, líður því betur og í leiðinni aukast vissulega líkurnar á að vera hraustari, og líða betur síðar og lifa lengur.
3. Ganga hluti daglegs lífs
Ganga er mikilvæg grunnhreyfing og er ráðlegt að hafa göngu sem hluta af lífinu, m.a. til að halda í bernskuna. Það þarf ekki að ganga langt eða mikið, en ef ganga væri partur af lífi allra á hverjum degi, þá væri hreysti þjóðarinnar meira. Gott getur verið að rifja upp hvernig börnin hreyfa sig og taka stundum meiri hraða á milli því það er mikilvægt að reyna stundum á hjarta og lungun og hvíla svo á milli.
4. Heildræn nálgun mikilvæg
Jákvætt er að viðhalda vöðvastyrk og fá þyngd í gegnum allan líkamann til að viðhalda beinþéttni. Þess vegna er gott að minna fólk á fyrir fólk sem aðalegahelst gengur eða hleypur, að gleyma ekki efri hluta likamans. Tilvalið er t.d. nota að nota almenningsbekkina sem það fer fram hjá og gera æfingar fyrir hendur og bak, t.d. armbeygjur og réttur. Stundum hefur fólk verið duglegt að ganga og hlaupa en hefur gleymt að hugsa um efri hluta líkamans, vantað styrk í handleggina. Svo dettur það og eru þá auknar líkur á beinbrotum. Það er gott að finna leiðir til að leyfa líkamanum að njóta sín á heildrænan hátt. Að leika sér og hreyfa sig eins og börnin er ekki bara skemmtilegt, heldur líka hollt og það viðheldur barninu í okkur.
5. Losaðu spennuna
Lífinu fylgir stundum streita og spenntir vöðvar fylgja streitunni. Þá er gott að hreyfa sig til að losa um þessa spennu og auka seytrun efna úr vöðvum (t.d. myokine/ „hope moleculesmolicules“) sem bæði bæta líðan og hjálpar til við að komast í endurheimtina. Þannig er hreyfing mikilvæg, almennt fyrir líkamann, taugakerfið, hugsun okkar og tilfinningar.
6. Tengstu öðrum
Í æsku tengjast börn öðrum börnum í gegnum hreyfingu í leikjum. 
Það þekkja allir gleðina sem er í leiknum og við tökum það með okkur í alls konar hreyfingu þegar við verðum fullorðin. Þetta hefur góð áhrif og hreyfing eflir tengsl. Meira að segja að horfa á hreyfingu – hver hefur ekki farið á fótbolta- eða handboltaleik eða horft á dans? Það sameinar fólk sem þátttakendur í að styðja aðra. Þá erum við bæði að efla margt í eigin líkama og sál og einnig auka, samhyggð, samvinnu og tengingar við aðra.
Vanmetið að hreyfing tengir fólk ekki bara við sjálft sig, heilsu og hreysti, heldur einnig tengir hún fólk saman svo fallega á marga vegu.
7. Tengsl við náttúruna
Hreyfingin getur skapað tengsl við náttúruna og forðað okkur frá „náttúruleysi. Auðvitað er öll hreyfing jákvæð og það skilar miklum árangri að hreyfa sig hvort sem það er úti eða inni. Frábært er að hafa aðstöðu innandyra, sérstaklega þegar veður er slæmt og úitaðstæður erfiðar. Það fæst hins vegar eitthvað enn þá meira út úr því að hreyfa sig utandyra.
Það er skrýtið að oft þegar verið er að byggja í dag þá virðist gleymast að maðurinn er órjúfanlega tengdur umhverfinu og er partur af náttúrunni, en ekki aðskilin henni. Það er leitt að þegar byggt er mjög þétt og húsin eru of há þá geta myndast skuggavörp og vindstrengir á milli húsanna. Þar sem vantar græn svæði eða þau þrífast ekki, er ólíklegt að fólk þrífist, dafni eða blómstri.
Ef tengingin við náttúrulegt umhverfi tapast, þá verður heilsan hjá fólki ekki eins góð og hún gæti verið. Þetta er eiginlega „náttúruleysi“ í þessu samhengi – sem kallast á ensku „nature deficit disorder“ – á við þetta rof mannsins við náttúruna. Þannig mætti segja að slíkt náttúruleysi sé áhættuþáttur fyrir heilsuna.
Það hefur jákvæð áhrif á lífeðlisfræðina okkar, svo sem starfsemi líkamskerfa okkar, að vera utandyra í tengslum við góða náttúru.
8. Gott fyrir ónæmiskerfið
Útivist getur haft góð áhrif á ónæmiskerfið og skemmtileg rannsókn sýndi m.a. að hvítu blóðkornunum, sem ráðast gegn bakteríum, veirum og afbrigðilegum frumum, getur fjölgað utandyra. Niðurstöður fleiri rannsókna hafa einnig sýnt að hreyfing og heilnæm birta bæta líðan og efnaskiptaheilsu og minnka líkurnar á framþróun ýmissa krabbameina og heilabilun.
9. Sleppa sólgleraugum að morgni
Þegar kemur að heilsunni skipta birta og myrkur miklu máli við að stilla líkamsklukkuna sem hefur svo áhrif á stillingar fyrir líkamskerfin og virkni. Má eiginlega kalla það að „birtustilla.“
Mikilvægt er að reyna að fá að minnsta kosti einhverja birtu utandyra á morgnana og þá helst að sleppa sólgleraugunum til að birtunemarnir í augunum geti sent heilanum skilaboð. Og enn betra ef hægt sé að fá einhverja birtu utandyra aftur í hádeginu og í lok dags. Það ætti aldrei að horfa í sólina eða brenna húðina, en hins vegar að njóta þess að vera utandyra.
Hreyfing og útivist eru einfaldlega partur af því að vera manneskja og auka lífsgæði. Þetta styður vaxandi fjöldi rannsókna. Takmarkið er að líða sem best núna og í raun og veru heitir þetta að lifa lífinu lifandi.
10. Brostu
Bros gerir lífið einfaldlega betra, bæði fyrir okkur sjálf og aðra :).
Kristín Sigurðardóttir er slysa- og bráðalæknir og aðjúnkt við Læknadeild HÍ, gestakennari við HR og situr í Lýðheilsuræaði Læknafélags Íslands. http://kristinsig.is Hún er vinsæll fyrirlesari og námskeiðshaldari fyrir vinnustaði og rekur fyrirtækið “Á heildina litið ” (Lau sæti á næsta námskeið, sjá: https://fb.me/e/6LtVQO1Ha





